Erfitt að ferðast hratt um

Spilari notar Grapple Gloves til þess að komast hraðar milli …
Spilari notar Grapple Gloves til þess að komast hraðar milli staða. Skjáskot/Fortnite

Í nýrri uppfærslu á tölvuleiknum Fortnite voru flestar leiðir til þess að ferðast um kortið fjarlægðar, fyrir utan bíla og „zip-línur“. Í nýju uppfærslunni fengu spilarar loks breytt kort en það hafði haldist óbreytt í yfir þrjá mánuði.

Erfitt að flýja storminn

Kortið er gríðarstórt og oft erfitt að komast endanna á milli nema spilari finni bifreið eða lendi á stað þar sem hægt er að ferðast á zip-línum. Svokallaður stormur gerir vart við sig þegar líður á leikinn en stormurinn ýtir spilurum saman og sér til þess að spilarar geta ekki falið sig endalaust á sama staðnum.

Það getur þó verið erfitt að flýja storminn á hlaupum og því hafa spilarar kallað eftir fleiri möguleikum til þess að ferðast hratt um kortið. 

Svo virðist sem Epic Games, framleiðandi Fortnite, ætli að bæta þetta vandamál og voru glöggir notendur sem tóku eftir því að kóði leiksins gerir ráð fyrir því að nokkrir söluaðilar á kortinu munu bjóða upp á þann valmöguleika að versla hanska sem gerir spilurum kleift að krækja í hluti og ferðast hraðar.


Grapple Gloves, sem er nafn hanskanna, komu fyrst í leikinn fyrir um ári síðan og voru margir sem líktu þeim við Spider-Man köngulóarvefinn. Margir kalla eftir enn fleiri valmöguleikum þar sem það myndi hjálpa fleirum að lifa storminn af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert