Formúlan slær í gegn á ný

Leikurinn nýi slær í gegn.
Leikurinn nýi slær í gegn. Skjáskot/Codemasters

Formúluleikurinn F1 23 kom út í gær og fær leikurinn góðar einkunnir og mikil ánægja meðal spilara með útgáfuna.

F1 leikirnir hafa lengið verið taldir vera með betri bílaleikjum á markaðinum en eftir að Electronic Arts tók yfir framleiðslu leikjanna árið 2022 voru margir spilarar áhyggjufullir yfir því að ekki væri lögð jafn mikil áhersla að gera leikinn raunverulegan. 

F1 22 kom út síðasta sumar og var leikurinn nokkuð frábrugðinn fyrri leikjum en EA bætti við nýjum möguleikum fyrir spilara en lagði minni vinnu í aksturinn sjálfan. Spilarar kvörtuðu mikið undan óraunverulegum keppnum og að tölvugerðir andstæðingar höguðu sér ekki eins og Formúlu ökuþórar.

Framleiðendur leiksins hafa tekið á þessu máli og eru margir glaðir eftir að hafa prófað nýja leikinn að sjá bætingar.

Svo virðist sem bílarnir hafi líka verið teknir í gegn en þeir haga sér öðruvísi í akstrinum en í fyrri útgáfu og segja spilarar unað að keyra þá um brautir heimsins. Meira grip sé að fá úr dekkjum og mögulegt að fara hraðar en áður.

Fleiri brautir eru í boði, þar á meðal er nýja brautin í Las Vegas sem er með einum lengsta beina kafla í sögu formúlunnar og er hægt að skoða og prófa brautina í leiknum áður en Formúlan heldur þangað á keppnistímabili sínu seinna á árinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert