Næsta útgáfa af leiknum Forza Motorsport er á leiðinni og sýndi Xbox frá hinum ýmsu tegundum bíla í stiklu á ráðstefnunni Xbox Game Show. Ekki er kominn listi yfir alla þá bíla en hér eru þeir sem sjá mátti í stiklunni:
Apollo IE
Apollo IE er einn af aðalbílum stiklunnar. Hann sést vel inni í bílskúr sem og á brautinni Laguna Seca. Margir velta því fyrir sér hvort bíllinn sé hornsteinn leiksins. Apollo bíllinn er búinn 6,3 lítra V12 vél og vegur bíllinn einungis um 1.250 kílógrömm.
BAC Mono
Þessi hraðskreiði og opni bíll kom einungis fyrir í eina sekúndu í stiklunni en bíllinn er kraftmikill þrátt fyrir stærðina. 340 hestöfl úr vélinni í bíl sem vegur einungis um 566 kílógrömm skilar sínu.
Cadillac V-Series.R
Þessi bandaríski bíll var frumsýndur af General Motors fyrir skömmu en hann tók þátt í IMSA SportsCar-keppninni.
Corvette E-Ray
Þessi bandaríski rafmagnsbíll er fjórhjóladrifið skrímsli sem kemst úr 0 upp í 100 á 2,5 sekúndum.
Leikurinn kemur út seinna á árinu en hér fyrir neðan má horfa á stikluna í heild sinni.