Sló eigið áhorfendamet á einum sólarhring

Youtube-stjarnan Mr.Beast.
Youtube-stjarnan Mr.Beast. Skjáskot/Youtube

Það eru fáir sem fá fleiri áhorf en Youtube-stjarnan Mr.Beast en hann sló eigið met á dögunum. Mr.Beast er þekktur fyrir að búa til einstakt efni á miðlinum og eyðir miklum fjármunum í framleiðslu á myndböndunum og gefur mikið af sér.

Hann skaust á stjörnuhimininn árið 2017 þegar hann gaf út myndband þar sem hann taldi frá 0 upp í 100.000 á einum sólarhring. Myndbandið sló rækilega í gegn og síðan þá hafa myndböndin hans orðið stærri og umfangsmeiri í hvert sinn.

Hann er með yfir 159 milljónir fylgjendur á Youtube og fáir sem eru með fleiri fylgjendur á miðlinum.

Þann 10. júní birti hann myndskeið þar sem hann ber saman ódýran bát og dýran bát og fékk hann góða gesti til þess að taka þátt en grínistinn Pete Davidson og fyrrum fótboltamaðurinn Tom Brady gefa bátunum einkunn.

Stuttu eftir útgáfu myndbandsins setti Mr.Beast á Twitter-síðu sína að myndbandinu gengi betur en öllum öðrum sem hann hefur gefið út.

Á einum sólarhring horfðu yfir 47 milljónir manns á myndbandið og er það 5 milljón fleiri áhorf en fyrra met sem var slegið þegar hann gaf út myndband í anda Netflix-þáttanna Squid Game.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert