Fyrir fimm árum síðan kom leikurinn Among Us á markað. Tölvuleikjafyrirtækið Innersloth hannaði leikinn og fagnar afmælinu með nýrri uppfærslu og skemmtilegu samstarfi. Uppfærslan er smá og lítið nýtt að sjá en samstarfinu hefur verið vel tekið á samfélagsmiðlum.
Among Us hóf samstarf við fyrirtækið Pusheen sem er frægur samfélagsmiðla-teiknimyndaköttur, hann var vinsæll á Facebook og í kjölfarið voru margir sem vildu versla hann sem límmiða og fleira. Að kaupa Pusheen í leiknum kostar 1400 krónur og geta spilarar þá fengið Pusheen gæludýr, Pusheen búning og nýjan hatt.
Leikurinn kom út árið 2018 en fyrstu tvö árin voru tíðindalítil hjá fyrirtækinu en þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru margir að leita sér að leikjum sem hægt væri að spila með vinum sínum og rákust þá margir á leikinn Among Us. Hann varð sérstaklega vinsæll meðal streymara og eru sumir að spila leikinn enn þann dag í dag.