Rafíþróttaliðið Ninjas in Pyjamas tilkynnti í gær breytingar á Counter-Strike liði sínu. Fyrirliði liðsins Aleksi „Aleksib“ hefur verið færður á varamannabekkinn og kemur Hampus af bekknum í hans stað og tekur við fyrirliðabandinu.
Aleksi hefur hjálpað liðinu að ná meiri stöðugleika eftir tíðar leikmannabreytingar en liðinu hefur þó ekki tekist að ná góðum árangri á mótum. Hampus steig til hliðar fyrr á árinu til þess að huga að andlegri heilsu en keppnisumhverfið er stressandi og var Hampusi ráðlagt af læknum liðsins að taka sér smá tíma til þess að huga að sjálfum sér.
Hampus kemur nú inn í hlutverk fyrirliða og sér um allar ákvarðanir í leiknum og samræmir liðið.
Guess who's back? Coming into the new season, @hampuscsgo is taking up the IGL mantle once more — well rested and hungrier than ever. We're seriously proud to have built a structure that can accommodate a player's need to take time off and recalibrate, and seriously happy to see… pic.twitter.com/xFlli3AIva
— NIP CS (@NIPCS) June 14, 2023