Varaði starfsfólk við því að klæðast einkennisfatnaði

Steve Huffmann, forstjóri Reddit.
Steve Huffmann, forstjóri Reddit. Skjáskot/Reddit

Forstjóri samfélagsmiðilsins Reddit hefur varað starfsfólk fyrirtækisins við því að klæðast einkennisfatnaði á götum úti, vegna mótmæla notenda á miðlinum.

Forstjórinn, Steve Huffmann, sendi út minnisblað til starfsfólks þar sem hann tjáði sig um mótmælin, sem koma í kjölfarið á breytingum á reglum sem takmarka aðgang annarra forrita að gögnum Reddit.

Á minnisblaðinu segir hann að mótmælin muni standa stutt yfir og allt muni fara í fyrra horf von bráðar.

Sem stendur eiga mótmælin að hætta á miðvikudaginn en stjórnendur samfélaga á samfélagsmiðlinum hafa lokað fyrir aðgang að síðunum, sem hefur fækkað virkum notendum svo um munar. Nokkrar undirsíður hafa ákveðið í kjölfar minnisblaðsins að lengja bannið og hafa ekki gefið út hvenær síðurnar verða opnaðar á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert