Lést á vígvellinum

Ostap Onistrat keppti í Counter-Strike fyrir liðið Libertaem.
Ostap Onistrat keppti í Counter-Strike fyrir liðið Libertaem. Skjáskot/Twitter

Rafíþróttamaðurinn Ostap „Oni“ Onistrat lést um helgina en hann barðist fyrir Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi.

Ostap var 21 árs gamall og spilaði með Úkraínska Counter-Strike liðinu Libertaem áður en stríðið skall á. Hann var staðsettur í Donetsk-svæðinu þar sem mikil átök hafa verið nýlega. Hann lék síðast í Counter-Strike leik árið 2021 þar sem liðið hafnaði í öðru sæti á mótinu ZUEL Championship. 

Þegar Ostap gekk til liðs við Úkraínska herinn tók faðir hans ekki annað í mál en að standa við hlið sonar síns. „Hann vildi verja son sinn og hlífa honum eins og hægt var. Annar faðir missti son sinn og Úkraína missti son“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert