Playstation gefur spilurum meira

Áskrifendur hafa aðgang að stóru safni leikja.
Áskrifendur hafa aðgang að stóru safni leikja. Skjáskot/Playstation

Í hverjum mánuði geta áskrifendur Playstation Plus fengið fría leiki og fríar viðbætur við leiki og svo virðist sem Playstation vilji gera vel við áskrifendur sína í júní.

Hægt er að niðurhala þremur leikjum frítt í júní en auk þess kynnti framleiðandinn til leiks viðbót við leikinn Fortnite sem spilarar geta eignast í gegnum vefverslun Playstation. 

Áskriftarleiðin Playstation Plus var kynnt til leiks árið 2010 og hefur síðan þá orðið sívinsælli því oft eru eftirsóttir leikir settir á afslátt eða gefnir frítt út til áskrifenda. Í hverjum mánuði koma inn tveir til þrír fríir leikir sem spilarar hafa aðgang að svo lengi sem þeir eru áskrifendur og því margir sem krækja sér í leikina með þann tilgang að eiga þá í safninu og geta niðurhalað þeim síðar.

Nýja viðbótin er útlitspakki fyrir Fortnite þar sem spilarar geta fengið ný föt og skraut á bakið. Þrátt fyrir að viðbótin sé ekki stórfengleg er ekki á hverjum degi sem Playstation bætir við viðbótum eftir að fríu leikirnir eru birtir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert