Stofnandi Rockstar greinir frá nýju ævintýri

Dan Houser er einn af stofnendum Rockstar Games.
Dan Houser er einn af stofnendum Rockstar Games. Ljósmynd/Rockstar

Einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðandans Rockstar Games, sem hefur slegið í gegn með leikjum á borð við Grand Theft Auto og Red Dead Redemption greindi frá því á dögunum hvað tekur við í lífi hans núna.

Dan Houser stofnaði Rockstar Games með bróður sínum árið 1998 og hefur unnið við hin ýmsu störf innan fyrirtækisins.

Hann var höfundur allra Grand Theft Auto leikjanna og hefur verið rödd margra einstaklinga í leiknum. Um 20 árum eftir stofnun fyrirtækisins hætti Dan hjá Rockstar Games af ónefndum ástæðum en hélt áfram í tölvuleikjageiranum. 

Dan Houser hefur stofnað nýtt fyrirtæki sem ber nafnið Absurd Ventures sem sér um að fjárfesta í leikjum og gefa þá út sem og styðja við minni framleiðendur og hjálpa fólki í tölvuleikjageiranum að koma sér af stað.

Absurd Ventures mun einnig koma við aðra snertifleti tengda og ótengda tölvuleiki svo sem dreifing á myndskeiðum og tónlist. Dan stefnir á að gefa út eigin þætti sem verða byggðir á tölvuleikjum, líkt og HBO gerði með þáttunum um The Last of Us. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert