Vinsælasti streymarinn færir sig yfir

Amouranth gengur til liðs við Kick.
Amouranth gengur til liðs við Kick. Skjáskot/Twitter

Streymisveitan Kick stefnir hraðbyri að því að verða ein sú vinsælasta í heimi og taka fram úr Twitch en Kick reynir nú að semja við vinsælustu streymara á Twitch og gefa þeim stóra samninga hjá sér.

Kick samdi á dögunum við vinsælasta kvenkyns streymara heims en það er hún Amouranth sem spilar tölvuleiki og spjallar við áhorfendur sína á meðan.

Kick kom á markaðinn í desember árið 2022 og varð fljótt vinsæl meðal streymara vegna fárra reglna og frjálsa orðræðu og auglýsingastefnu. Margir streymarar töldu Twitch vera með of strangar reglur sem og taka of mikið af tekjum þeirra í gjöld fyrir að fá að nota streymisveituna.

Hinsvegar hefur önnur streymisveita verið að sækja í sig veðrið en Rumble hefur samið við nokkrar stórar stjörnur í streymisveituheiminum, þá Kai Cenat og iShowSpeed.

Kick gaf Amouranth stóran samning og mun hún héðan í frá einungis streyma á síðunni þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert