Þessir leikmenn eru án liðs

Leikmaðurinn es3tag situr á varamannabekknum fyrir næsta tímabil.
Leikmaðurinn es3tag situr á varamannabekknum fyrir næsta tímabil. Mynd/PGL

Nú þegar Counter-Strike félögin reyna að fullkomna keppnisliðin sín fyrir næsta tímabil er fróðlegt að sjá hvaða leikmenn eru án liðs.

Sumarfríið getur tekið á enda er það tækifæri fyrir félögin að skoða sig um á leikmannamarkaði og sjá hvað fór úrskeiðis fyrir frí. Einnig styttist í að Counter-Strike færi sig yfir í nýjan leik, Counter-Strike 2, og er það tækifæri fyrir félögin að koma inn með fersk lið. 

Listi yfir þá leikmenn sem eru án liðs.
Listi yfir þá leikmenn sem eru án liðs. Skjáskot/HLTV

Á listanum eru mörg stór nöfn eins og niko, amanek, shox, interz, mir, CeRq, ISSAA, denis, smooya, mantuu og byali svo einhverjir eru nefndir. 

Margir góðir leikmenn sitja einnig á bekknum hjá stórliðum og því möguleiki að félög skoði varamannabekkina og reyni að lokka leikmenn yfir til sín.

Leikmenn sem sitja á varamannabekkjum.
Leikmenn sem sitja á varamannabekkjum. Skjáskot/HLTV

Listi fenginn af HLTV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert