Þénar eina og hálf milljón á klukkutíma

Kanadíski streymarinn xQc.
Kanadíski streymarinn xQc. Skjáskot/Twitter

Streymarinn Felix „xQc“ skrifaði undir samning hjá Kick og í samningnum stendur að hann fái greitt fyrir hvern klukkutíma sem hann er í beinni útsendingu á vefnum þeirra. xQc skrifaði undir 70 milljón dollara samning við Kick en það er rúmlega 9 og hálfur milljarður króna.

Innifalið í samningnum eru þó einnig árangurstengdar bónusgreiðslur og því gæti þessi upphæð farið hátt í 100 milljónir dollara. Hann er því orðinn streymari fyrir Kick og mun streyma í beinni útsendingu af vefsíðu þeirra en hann má þó halda áfram að gera efni fyrir YouTube og TikTok auk þess sem hann má sýna gömul streymi á Twitch. 

Samkvæmt Devin Nash sem sérhæfir sig í málefnum streymara fær xQc einnig greitt fyrir hvern klukkutíma sem hann er í beinni útsendingu og segir hann þá upphæð vera um eina og hálfa milljón króna á hvern klukkutíma.

Í flest skiptin sem xQc streymdi á Twitch var hann í beinni útsendingu í fleiri klukkutíma og náði oft að vera lengur en tíu klukkutíma í beinni. xQc segir samninginn breyta lífi hans og þetta sé besti samningur í sögu streymara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert