Stjórnendur hóta að loka síðunum

Stjórnendur Reddit fara nú í hart við notendur.
Stjórnendur Reddit fara nú í hart við notendur. Samsett mynd

Stjórnendur samfélagsmiðilsins Reddit hafa sent út bréf til þeirra sem eiga undirsíður og taka þátt í mótmælunum sem staðið hafa yfir í nokkra daga. Í bréfinu kemur fram að ef eigendurnir vilja halda síðunum sínum skuli þeir opna þær aftur.

Eigandi síðunnar r/Apple, þar sem einstaklingar ræða um allt milli himins og jarðar tengt tæknirisanum Apple, birti bréfið á Twitter-síðu sinni og segir hann að Reddit sé að grafa sig í dýpri holu með þessum skilaboðum.

Eigandi síðunnar segir einnig í viðtali að bréfið hafi ekki stuggað við neinum og eigendur undirsíðnanna muni halda þeim lokuðum áfram í mótmælaskyni. 

Málið snýst um uppfærslu sem Reddit setti í loftið sem gerir forritum tengdum Reddit ómögulegt að tengjast gögnum samfélagsmiðilsins en þessi forrit eru oft notuð af eigendum undirsíðna til þess að hafa betri stjórn á síðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert