Breyttar áherslur fyrir komandi tímabil

Natus Vincere hefur gengið vel undanfarin ár en þurfa nú …
Natus Vincere hefur gengið vel undanfarin ár en þurfa nú að breyta til. Skjáskot/ESL

Félagaskiptin halda áfram í Counter-Strike rafíþróttasenunni og mörg lið skoða nú vel í kringum sig. Úkraínska stórliðið Natus Vincere leitar nú að leikmanni til þess að koma í stað leikmannsins „npl“ eftir slæmt gengi liðsins á síðustu mótum.

Npl fékk sæti í liðinu í desember en hann spilaði áður í unglingaliði Natus Vincere. Það hefur ekki mikið gengið upp hjá þessum unga leikmanni eftir að hann fékk tækifæri með aðalliðinu en hann hefur fengið lægstu einkunn allra í liðinu á síðasta tímabili.

Svo virðist sem stjórnendur liðsins vilji róa á ný mið og samkvæmt heimildum vefsíðunnar dexerto er áhugi fyrir því að skoða leikmenn utan Úkraínu.

Stjórnendur félagsins verða þó að hafa hraðar hendur þar sem styttist óðfluga í að sumarfríið klárist og mótin hefjast að nýju en Natus Vincere á leik þann 13. júlí á mótinu BLAST Premier Fall Groups. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka