Framleiðendur tölvuleiksins Fortnite hafa gert breytingu á vopnum leiksins á nýjan leik en með því hvarf bjúgverpillinn „Kinetic Boomerang“ úr leiknum. Einungis hafa liðið nokkrar vikur síðan hann kom fyrst í leikinn og eru margir spilarar undrandi á þessari ákvörðun.
Bjúgverpillinn kom í leikinn þegar þriðja tímabilið í kafla 4 hófst. Þetta vopn var kröftugt og þurfti vanalega tvö högg til þess að fella andstæðinginn.
Mörgun spilurum fannst skemmtilegt að nota vopnið þar sem hægt var að kasta því um og kastaðist það af byggingum og trjám og möguleiki að ná góðum skotum að andstæðingum úr fjarlægð.
Ástæðan fyrir því að bjúgverpillinn var fjarlægður er galli þar sem spilarar misstu stjórn á persónu sinni í leiknum eftir að liðsfélagar endurlífguðu spilarana. Búist er við því að þessi galli verði lagaður og vopnið komi aftur í leikinn en þangað til geta spilarar notað nýja byssu sem heitir „Sharp Tooth Shotgun“.