Vinna leiki án þess að gera neitt

Í fangelsinu mætast leikmenn og spila upp á annað tækifæri.
Í fangelsinu mætast leikmenn og spila upp á annað tækifæri. Skjáskot/CallofDuty

Tölvuleikurinn Call of Duty: Warzone 2 fær margar athugasemdir vegna galla en þessi nýjasti galli hefur verið lengi til staðar og ekkert virðist breytast milli uppfærslna.

Spilarar lenda í því að festast í fangelsinu í leiknum, en í fangelsinu eiga spilarar möguleika á öðru tækifæri í leiknum ef þeir falla fyrir öðrum spilurum.

Í fangelsinu bíða spilarar eftir því að mæta öðrum spilara og er leikið upp á hver fær annað tækifæri en svo virðist sem leikurinn gleymi að spilarinn sé að bíða og ef beðið er nógu lengi, sigrar spilarinn leikinn.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þegar spilari bíður í fangelsinu þar til hann nær þriðja sæti í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka