Endurgera vinsælan skotleik

Leikurinn kom á markað árið 2011.
Leikurinn kom á markað árið 2011. Skjáskot/MW3

Tölvuleikjaframleiðandinn Sledgehammer Games virðist vera að endurgera skotleikinn Call of Duty: Modern Warfare 3 og mun leikurinn koma á markað undir lok ársins 2023.

Twitter-notandinn algebra_sloth birti í gær mynd sem sýnir hvernig auglýsingin mun líta út fyrir leikinn en orkudrykkurinn Monster mun taka þátt í auglýsingaherferð leiksins. Samkvæmt auglýsingunni frá Monster munu þeir aðdáendur sem kaupa drykkinn geta notað kóða sem fylgir með hverri keyptri dós til þess að eiga möguleika á að vinna verðlaun í leiknum þegar hann kemur út. 

Call of Duty: Modern Warfare 3 kom á markað árið 2011 og var hannaður af Infinity Ward og Sledgehammer Games en leikurinn fékk gríðarlega góða dóma og situr nú með 9 í einkunn á Steam.

Síðan myndin birtist á Twitter af auglýsingu Monster hafa forráðamenn Sledgehammer Games breytt forsíðumynd fyrirtækisins á heimasíðu sinni sem virðist staðfesta endurgerð leiksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert