Fordæma ákvörðun sambandsins um Rússana

Heimsmeistaramót IESF í rafíþróttum.
Heimsmeistaramót IESF í rafíþróttum. Skjáskot/wec.iesf.org

Rússnesk stjórnvöld tilkynntu að Alþjóða rafíþróttasambandið (IESF) hefði gefið Rússlandi grænt ljós og heimilað rússneskum rafíþróttamönnum að taka þátt á mótum sambandsins. 

Nú hafa 14 rafíþróttasamtök, þar á meðal Rafíþróttasamband Íslands, fordæmt þessa ákvörðun um að leyfa Rússum að leika fyrir landið og segir í sameiginlegri tilkynningu að með þessari ákvörðun standi rafíþróttir með Rússum eftir innrásina í Úkraínu.

Árás á rafíþróttir

Forseti sænska rafíþróttasambandsins segir að innrás Rússa sé árás á rafíþróttirnar. 

„Þessi innrás er gerð í landi þar sem leika margir rafíþróttamenn og stendur enn yfir. Við höfum nýlega séð að rússneska rafíþróttasambandið er byrjað að nota landsvæði sem heyrði áður undir Úkraínu til þess að spila rafíþróttir á kostnað þeirra sem bjuggu þar áður“.

Í tilkynningunni segir einnig að ákvörðunin sé óvirðing gagnvart Úkraínu og Alþjóða rafíþróttasambandinu sjálfu. 

Löndin 14 ætla sér að skoða rétt sinn og sjá hvort hægt sé að mótmæla þessari ákvörðun og fá að kjósa á ný. 

Lesa má tilkynninguna í fullri lengd hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert