Gagnaleki hjá Sony

Óprúttnir aðilar hafa komist í gögn hjá Sony í tvígang …
Óprúttnir aðilar hafa komist í gögn hjá Sony í tvígang á árinu. Ljósmynd/AFP

Tæknifyrirtækið Sony staðfestir að innbrot í netkerfi þeirra hafi uppgötvast. Óprúttnir aðilar komust yfir persónuleg gögn fyrr á árinu og því gætu mikilvægar upplýsingar hafi ratað í rangar hendur.

Sony staðfestir að í tvígang hafi verið brotist inn í netkerfi þeirra á árinu og upplýsingar tæplega sjö þúsund einstaklinga endað í höndum þrjótanna.

Samkvæmt Sony eru litlar líkur á að upplýsingar eigenda leikjatölvunnar Playstation hafi verið hluti af gagnalekanum. Markmið þrjótanna var að krefja Sony um lausnarfé í staðinn fyrir gögnin, sem var hafnað af forráðamönnum fyrirtækisins.

AFP

Forráðamenn Sony vinna nú í því að hafa samband við þá aðila sem um ræðir og aðstoða þá sem á því þurfa.

Forráðamenn Sony hafa þó gefið út að upplýsingarnar hafi ekki verið gerðar opinberar og fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að verða fyrir tjóni af þessum tveimur gagnalekum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert