Stórmótið haldið í Lundúnum

Mótið fer fram í OVO-höllinni í Lundúnum.
Mótið fer fram í OVO-höllinni í Lundúnum. Ljósmynd/OVO

Stórmótið í Counter-Strike, BLAST Premier Spring Final 2024, verður haldið í Lundúnum næsta sumar. Mótið fer fram dagana 12. til 16. júní og fer mótið fram í OVO-hölinni í Wembley leikvanginum.

Átta lið munu keppa þar um titilinn og auk þess er tæp hálf milljón dollara í verðlaunafé á mótinu, eða um 60 milljónir króna.

OVO-höllin tekur tólf þúsund manns í sæti og verður þetta í fyrsta sinn sem rafíþróttamót fer þar fram síðan árið 2018. Miðasala á mótið hefst þann 27. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert