Fyrrverandi forstjóri innri þróunar og vöruhönnunar hjá Sony, Connie Booth, hefur yfirgefið fyrirtækið eftir 34 ár í starfi, en hún hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1989.
Hún hefur starfað hjá tölvuleikjadeild Sony, Playstation, síðan fyrsta leikjatölva fyrirtækisins kom á markað og gegnt þar ýmsum störfum.
Ekki er ljóst hvers vegna hún hefur látið af störfum en talið er að andað hafi köldu milli hennar og annarra stjórnenda og hún hafi stormað af skrifstofu sinni á dögunum eftir brottrekstur.
Hún gegndi störfum í stjórn Playstation meginhluta ferils síns hjá Sony og hefur lagt mikið í að framleiðsla og hönnun á leikjatölvunum sé með besta móti og má þakka henni fyrir stóran hluta af velgengni tölvunnar.