Einungis nokkrum dögum eftir að framleiðandi leiksins Counter-Strike 2, Valve, uppgötvaði galla í kerfi sínu, sem bannar leikmenn fyrir það að svindla, hefur nýr galli litið dagsins ljós.
Nokkrir leikmenn hafa nú lent í því að vera bannaðir úr leiknum fyrir það að hreyfa músina á gríðarhraða.
Gallinn kom í ljós þegar spilarinn Water-CS2 birt myndskeið á YouTube-rásinni sinni þar sem hann prófaði að snúa sér hratt í hringi eftir að hafa stillt músina sína á hröðustu stillinguna.
Valve gerði breytingar á bannkerfinu frá því í fyrri leiknum Counter-Strike: Global Offensive en svo virðist sem enn þurfi að laga það og koma í veg fyrir að fleiri fái bann fyrir að svindla, án þess að hafa svindlað.