Lewis Hamilton mætir í Fortnite

Ökuþórinn Lewis Hamilton fyrir keppnishelgina í Las Vegas.
Ökuþórinn Lewis Hamilton fyrir keppnishelgina í Las Vegas. JARED C. TILTON

Tölvu­leikja­fram­leiðand­inn Epic Games, til­kynnti að ökuþór­inn Lew­is Hamilt­on væri vænt­an­leg­ur í leik­inn Fortnite á morg­un. Formúla 1 fer fram í Las Vegas um helg­ina og er mik­il spenna fyr­ir helg­inni enda er braut­in splunkný og búið að vera um­töluð síðustu mánuði.

Fortnite nýt­ir nú tæki­færið og hef­ur samið við ökuþór­inn um að koma fram í leikn­um og geta spil­ar­ar keypt hann og keppt sem Lew­is Hamilt­on í Fortnite um helg­ina.

Hægt verður að spila sem Hamilt­on og einnig eign­ast spil­ar­inn sverð sem fylg­ir hon­um og bak­poka þar sem hund­ur­inn hans, hinn frægi Roscoe, sit­ur og fylg­ist með leikn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka