Lewis Hamilton mætir í Fortnite

Ökuþórinn Lewis Hamilton fyrir keppnishelgina í Las Vegas.
Ökuþórinn Lewis Hamilton fyrir keppnishelgina í Las Vegas. JARED C. TILTON

Tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games, tilkynnti að ökuþórinn Lewis Hamilton væri væntanlegur í leikinn Fortnite á morgun. Formúla 1 fer fram í Las Vegas um helgina og er mikil spenna fyrir helginni enda er brautin splunkný og búið að vera umtöluð síðustu mánuði.

Fortnite nýtir nú tækifærið og hefur samið við ökuþórinn um að koma fram í leiknum og geta spilarar keypt hann og keppt sem Lewis Hamilton í Fortnite um helgina.

Hægt verður að spila sem Hamilton og einnig eignast spilarinn sverð sem fylgir honum og bakpoka þar sem hundurinn hans, hinn frægi Roscoe, situr og fylgist með leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert