Gera breytingar á grunninum

Rocket League fær yfirhalningu árið 2024.
Rocket League fær yfirhalningu árið 2024. Skjáskot/RocketLeague

Framleiðandi tölvuleiksins Rocket League, Psyonix, ætla gera miklar breytingar á tölvuleiknum í næstu uppfærslu. Framleiðandinn ætlar að breyta grunni leiksins og gera spilurum kleift að komast fyrr í leiki og breyta uppstillingunni á forsíðunni.

Tölvuleikjarisinn Epic Games keypti Psyonix árið 2019 og tók yfir þróun á leiknum en síðan þá hefur leikurinn náð nýjum hæðum með fleiri hlutum fyrir spilara að safna og áhugaverðu samstarfi við hin ýmsu fyrirtæki.

Næsta tímabil í leiknum hefst fljótlega eftir áramót og hefur Psyonix staðfest að nýja uppfærslan verði sú stærsta í langan tíma. Breytingin á upphafssíðu leiksins verður í fyrsta sinn í þrjú ár sem henni verður breytt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert