Framleiðandi tölvuleiksins Rocket League, Psyonix, ætla gera miklar breytingar á tölvuleiknum í næstu uppfærslu. Framleiðandinn ætlar að breyta grunni leiksins og gera spilurum kleift að komast fyrr í leiki og breyta uppstillingunni á forsíðunni.
Tölvuleikjarisinn Epic Games keypti Psyonix árið 2019 og tók yfir þróun á leiknum en síðan þá hefur leikurinn náð nýjum hæðum með fleiri hlutum fyrir spilara að safna og áhugaverðu samstarfi við hin ýmsu fyrirtæki.
Næsta tímabil í leiknum hefst fljótlega eftir áramót og hefur Psyonix staðfest að nýja uppfærslan verði sú stærsta í langan tíma. Breytingin á upphafssíðu leiksins verður í fyrsta sinn í þrjú ár sem henni verður breytt.
Queuing for Competitive Soccar and Extra Modes together? ✅
— Rocket League (@RocketLeague) November 21, 2023
New Arcade Playlists in Casual? ✅
A streamlined layout based on player feedback? ✅
A new Play Menu built with player feedback in mind is coming to Rocket League next season.
Full preview: https://t.co/NiSAaW15Ci pic.twitter.com/FaoYWoJCEG