Glæsilegt teymi sér um að halda úti íslenskum hlutverkaleik í tölvuleiknum Grand Theft Auto V, en hlutverkaleikurinn ber heitið ÍslandRP.
ÍslandRP er stærsta íslenska samfélagið í hlutverkaleiknum en í leiknum getur spilarinn gengið í hin ýmsu störf, sem lögregluþjónn, sjúkraliði, dómari, búið til nýjar reglur og eigin lög. Ef engin af þessum störfum höfða til spilarans er einnig hægt að safna saman hóp af spilurum og haldið úti ólöglegri starfsemi svo sem rænt úr búðum eða bönkum eða farið í ýmis verkefni.
ÍslandRP er með íslensku þema og er hægt að keyra um á íslenskum lögreglubifreiðum og klæðast íslenskum búningum, netþjónninn er búinn að vera starfandi í tæp þrjú ár og er enn gangandi.
@islandrpshorts Keyrslan á góðum gír #roleplay #fyp #islenskttiktok #gtarp #gtaroleplay #gaming #twitchclips ♬ original sound - islandrpshorts
Hægt er að fræðast meira um hlutverkaleikinn hér.