Leikjaiðnaðurinn í sókn

Frá EVE Fanfest.
Frá EVE Fanfest. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hátt í 500 manns starfa nú fyr­ir 22 leikja­fyr­ir­tæki á Íslandi. Ísland er í far­ar­broddi í tölvu­leikja­heim­in­um þar sem hlut­falls­lega starfa mikið fleiri í tölvu­leikjaiðnaðinum hér á landi miðað við önn­ur lönd í heim­in­um.

Flest­ir starfa hjá CCP Games sem hannaði tölvu­leik­inn EVE On­line en hjá fyr­ir­tæk­inu starfa um 400 manns, flest­ir þeirra á Íslandi en nokkr­ir á skrif­stof­um fyr­ir­tæk­is­ins er­lend­is. Þar á eft­ir er Myrk­ur Games með 42 starfs­menn.

Það hef­ur tekið yfir tvo ára­tugi að byggja upp tölvu­leikjaiðnaðinn hér á landi og jafn­framt eru marg­ir Íslend­ing­ar sem starfa hjá leikja­fyr­ir­tækj­um víða um heim. Fjög­ur af þess­um 22 fyr­ir­tækj­um sér­hæfa sig í því að gefa út og selja tölvu­leiki en það eru fyr­ir­tæk­in Main­frame, 1939 Games, Rocky Road, Solid Clouds og svo sér Esports Coaching Aca­demy um þjálf­un rafíþróttaþjálf­ara ásamt fleiri verk­efn­um tengd­um rafíþrótta­sen­unni.

Sam­an­tekt­in var gerð af þeim Jó­hann­esi Sig­urðssyni og Hall­dóri Snæ Kristjáns­syni sem starfa báðir við tölvu­leikja­gerð hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert