Gjörbreyting á byrjunarliðinu

Lið Fnatic er þeir sigruðu IEM Katowice 2018.
Lið Fnatic er þeir sigruðu IEM Katowice 2018. Skjáskot/youtube.com/ESLArchives

Rafíþróttaliðið Fnatic hefur gert breytingar á keppnisliði sínu og skrifað undir samninga við þrjá nýja leikmenn. Fyrri byrjunarliðsleikmenn, mezii, roej og Preasy, höfðu farið hver sína leið og eftir stóðu einungis tveir leikmenn hjá Fnatic, þeir Krimz og afro.

Fnatic skrifaði undir samninga við þá Alexandre „bodyy“, Matus „MATYS“ og Can „kyuubii“ og því getur liðið teflt fram heilu byrjunarliði á ný, rétt í tæka tíð fyrir rafíþróttamótið Elisa Masters Espoo 2023.

Liðið mætir til leiks á morgun og mætir þar GamerLegion í fyrsta leik. Áhugavert er að Fnatic virðist ætla að setja traust sitt á herðar kyuubii á þessu móti, hann er einungis átján ára gamall og skrifaði undir tímabundinn samning og er í rauninni á reynslu hjá liðinu næstu vikuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert