Franski rafíþróttamaðurinn Mathieu „Zywoo“ Herbaut var valinn leikmaður mótsins er lið hans, Vitality, bar sigur úr býtum á stórmótinu BLAST Fall Finals.
Vitality varð því fyrsta liðið til þess að sigra FaZe í átján viðureignum. Vitality datt úr leik á fyrsta degi síðasta stórmóts í Ástralíu og því margir spenntir að sjá hvernig þeir myndu bregðast við þeim vonbrigðum, aðdáendur liðsins eru því væntanlega hæstánægðir með frammistöðu helgarinnar.
„Það voru mörg vandamál innan liðsins í Ástralíu og margir áhorfendur sem kenndu mér um, en nú er ég búinn að sýna á ný hvað í mér býr. Ég geri það sem er best fyrir liðið og í þetta sinn skilaði það sér.“