Nýr fyrirliði og þjálfari

ENCE sigraði bandaríska mótið IEM Dallas.
ENCE sigraði bandaríska mótið IEM Dallas. Skjáskot/IEM

Finnska rafíþróttaliðið ENCE hefur gert tvær breytingar á liði sínu fyrir komandi tímabil. Stjórnendur liðsins hafa samið við fyrirliðann Lukas „gla1ve“ og þjálfarann Jakub „kuben“ Gurczynski og munu þeir sjá um að stjóra uppstillingu liðsins og reyna að ná því besta úr liðinu.

Þeir koma í stað þeirra Snappi og sAw, sem yfirgáfu liðið fyrir skömmu. Gla1ve kemur til ENCE frá Astralis, þar sem hann hefur setið á bekknum frá því í júní þar sem leikmaðurinn náði aldrei þeim hæðum sem af honum var ætlað af stjórnendum Astralis. 

Þjálfarinn Kuben kemur til ENCE frá Apeks, sem hann þjálfaði í eitt ár en þar áður var hann þjálfari pólska rafíþróttaliðsins Virtus.pro í um fimm ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert