Framleiðendur tölvuleiksins Fortnite, Epic Games, hafa lofað því að birta upprunalega kort leiksins aftur á nýju ári eftir frábærar viðtökur undanfarnar fjórar vikur.
Fortnite gaf út uppfærslu fyrir um mánuði síðan og birtu fyrstu kort leiksins aftur, sem spilarar leiksins hafa kallað eftir í mörg ár. Uppfærslan varð svo vinsæl að ekki hafa fleiri spilað leikinn á sama tíma í nokkur ár, en nú hefur dalað í spilarafjölda á ný.
Upprunalega kortið varði einungis í leiknum í fjórar vikur og nú er komin ný uppfærsla sem kynnir margar nýjungar, sem hefur farið illa í nokkra spilara. Epic Games tilkynnti þó á samfélagsmiðlum sínum að upprunalega kortið muni koma aftur í leikinn árið 2024.
Ngl the OG season far exceeded our expectations.
— Fortnite (@FortniteGame) December 2, 2023
So much so that we’d like to bring it back… *opens 2024 roadmap doc*
In the meantime, see you on the Battle Bus 🤙