Endurtaka leikinn á næsta ári

Fortnite hefur sjaldan verið jafn vinsæll og síðustu vikur.
Fortnite hefur sjaldan verið jafn vinsæll og síðustu vikur. AFP

Framleiðendur tölvuleiksins Fortnite, Epic Games, hafa lofað því að birta upprunalega kort leiksins aftur á nýju ári eftir frábærar viðtökur undanfarnar fjórar vikur.

Fortnite gaf út uppfærslu fyrir um mánuði síðan og birtu fyrstu kort leiksins aftur, sem spilarar leiksins hafa kallað eftir í mörg ár. Uppfærslan varð svo vinsæl að ekki hafa fleiri spilað leikinn á sama tíma í nokkur ár, en nú hefur dalað í spilarafjölda á ný.

Upprunalega kortið varði einungis í leiknum í fjórar vikur og nú er komin ný uppfærsla sem kynnir margar nýjungar, sem hefur farið illa í nokkra spilara. Epic Games tilkynnti þó á samfélagsmiðlum sínum að upprunalega kortið muni koma aftur í leikinn árið 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert