Hver er besti tölvuleikur ársins?

Tölvuleikjaverðlaunin 2023 fóru fram um helgina.
Tölvuleikjaverðlaunin 2023 fóru fram um helgina. Skjáskot/GameAwards

Tölvuleikjaverðlaunin 2023 fóru fram um helgina og eru 100 sigurvegarar í hinum ýmsu flokkum tölvuleikja og rafíþrótta.

Keppt var í 31 flokki og voru sigurvegararnir tilkynntir í beinni útsendingu „The Game Awards 2023“.

Tölvuleikirnir Baldur's Gate 3 og Alan Wake 2 voru vinsælustu leikir ársins en sá fyrri vann til sigurs í fleiri flokkum en Alan Wake 2 og var því kosinn, besti tölvuleikur ársins. 

Baldur's Gate vann í flokkunum; besta talsetningin, besti stuðningur við spilara, besti hlutverkaleikurinn og besti netleikurinn.

Bestu leikir ársins

  • Baldur's Gate 3
  • Alan Wake 2
  • Marvel's Spider-Man 2
  • Resident Evil 4
  • Super Mario Bros. Wonder
  • The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert