Nintendo gefur eigendum leikjatölvunnar Nintendo Switch tölvuleiki sem hluti af jóladagatali fyrirtækisins. Nintendo Switch spilarar geta nú fram að jólum fengið ellefu nýja leiki frítt frá Nintendo.
Eigendur tölvunnar þurfa þó að eiga leik frá framleiðandanum No Gravity Games eða skrá sig á póstlista fyrirtækisins til þess að eiga möguleika á að fá leikina. Einnig þarf að ná í leikina á hverjum degi til þess að halda áfram að fá fría leiki alla ellefu dagana.
Jóladagatalið hefst í dag, 11. desember, og stendur yfir til 20. desember þegar koma tveir leikir á sama degi. Ekki er hægt að vita fyrirfram hvaða leikir verða í boði.