Landsliðið keppti á Norðurlandamóti í Svíþjóð

Íslenska kvennalandsliðið í Counter-Strike á Norðurlandamótinu.
Íslenska kvennalandsliðið í Counter-Strike á Norðurlandamótinu. Ljósmynd/Eva Margrét

Íslenska kvenna­landsliðið í Coun­ter-Strike er nú komið heim eft­ir að hafa tekið þátt á Norður­landa­móti kvenna í leikn­um. Íslenska liðið mætti þar Svíþjóð, Dan­mörku, Finn­landi og Nor­egi og koma þær heim með fullt af reynslu fyr­ir næstu mót eft­ir góða frammistöðu.

Í ís­lenska landsliðinu eru þær Tania Sofia Jón­as­dótt­ir, Sig­ur­björg Guðmunds­dótt­ir Hannah, Eneka Aris Heiðars­dótt­ir, Jasmín Joan Rosento, Árveig Lilja Bjarna­dótt­ir og Ka­ritas Namoó Thor­ar­en­sen Sig­ríðardótt­ir.

Ferðalag til Svíþjóðar

Mótið fór fram í Gauta­borg í Svíþjóð og fór Eva Mar­grét Guðna­dótt­ir, formaður Rafíþrótta­sam­taka Íslands með þeim til Gauta­borg­ar. 

„Ég fór þangað út með stelp­un­um til þess að sýna þeim stuðning og fá að fylgj­ast með, það var ótrú­lega gam­an og við RÍSÍ erum ótrú­lega stolt af þeim, sér­stak­lega þar sem þetta var þeirra fyrsta mót er­lend­is.“

„Mér fannst magnað að sjá hvað sjálfs­traustið þeirra jókst mikið á degi tvö í keppn­inni. Og það sást greini­lega að þær voru ör­ugg­ari með sig á degi tvö í keppn­inni því þær voru bæði að skemmta sér bet­ur og spiluðu bet­ur, þrátt fyr­ir að hafa ekki unnið leik­ina sína.“ 

Landsliðið fékk mikinn stuðning á mótinu.
Landsliðið fékk mik­inn stuðning á mót­inu. Ljós­mynd/​Eva Mar­grét

Mik­il reynsla

Framund­an eru fleiri æf­ing­ar og hafa þær verk að vinna að nota þessa reynslu til þess að lyfta liðinu upp á næsta stig.

„Ég held að þær hafi labbað frá þessu móti með fultl af reynslu, minn­ing­um og peppi. Ég hlakka bara til að sjá þær á næstu mót­um og ég veit að þær eru á fullu að æfa sig með þjálf­ar­an­um sín­um, Ágústi Bjarka. Ég fékk eig­in­lega smá „fomo'“ þegar þær voru að spila, ég vildi óska að ég væri aðeins reynd­ari í CS svo ég gæti keppt með þeim“ sagði Eva að lok­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert