Landsliðið keppti á Norðurlandamóti í Svíþjóð

Íslenska kvennalandsliðið í Counter-Strike á Norðurlandamótinu.
Íslenska kvennalandsliðið í Counter-Strike á Norðurlandamótinu. Ljósmynd/Eva Margrét

Íslenska kvennalandsliðið í Counter-Strike er nú komið heim eftir að hafa tekið þátt á Norðurlandamóti kvenna í leiknum. Íslenska liðið mætti þar Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi og koma þær heim með fullt af reynslu fyrir næstu mót eftir góða frammistöðu.

Í íslenska landsliðinu eru þær Tania Sofia Jónasdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir Hannah, Eneka Aris Heiðarsdóttir, Jasmín Joan Rosento, Árveig Lilja Bjarnadóttir og Karitas Namoó Thorarensen Sigríðardóttir.

Ferðalag til Svíþjóðar

Mótið fór fram í Gautaborg í Svíþjóð og fór Eva Margrét Guðnadóttir, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands með þeim til Gautaborgar. 

„Ég fór þangað út með stelpunum til þess að sýna þeim stuðning og fá að fylgjast með, það var ótrúlega gaman og við RÍSÍ erum ótrúlega stolt af þeim, sérstaklega þar sem þetta var þeirra fyrsta mót erlendis.“

„Mér fannst magnað að sjá hvað sjálfstraustið þeirra jókst mikið á degi tvö í keppninni. Og það sást greinilega að þær voru öruggari með sig á degi tvö í keppninni því þær voru bæði að skemmta sér betur og spiluðu betur, þrátt fyrir að hafa ekki unnið leikina sína.“ 

Landsliðið fékk mikinn stuðning á mótinu.
Landsliðið fékk mikinn stuðning á mótinu. Ljósmynd/Eva Margrét

Mikil reynsla

Framundan eru fleiri æfingar og hafa þær verk að vinna að nota þessa reynslu til þess að lyfta liðinu upp á næsta stig.

„Ég held að þær hafi labbað frá þessu móti með fultl af reynslu, minningum og peppi. Ég hlakka bara til að sjá þær á næstu mótum og ég veit að þær eru á fullu að æfa sig með þjálfaranum sínum, Ágústi Bjarka. Ég fékk eiginlega smá „fomo'“ þegar þær voru að spila, ég vildi óska að ég væri aðeins reyndari í CS svo ég gæti keppt með þeim“ sagði Eva að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert