Tölvuleikurinn Fortnite á nýrri vegferð

LEGO Fortnite er vinsæl viðbót við leikinn.
LEGO Fortnite er vinsæl viðbót við leikinn. Skjáskot/Fortnite

Tölvuleikurinn Fortnite fer reglulega í gegnum breytingar en nú er fullt af nýjum hlutum á könnunni hjá framleiðendum tölvuleiksins. Fortnite hóf samvinnu við LEGO og nú geta spilarar leikið sem LEGO-kallar í heimi sem líkist tölvuleiknum Minecraft.

Það eru yfir tvær milljónir að spila nýja LEGO-heiminn á hverjum tíma og er uppfærslan mikið stærri og umfangsmeiri en búist var við í byrjun. LEGO-heimurinn er að sjálfsögðu gjaldfrjáls eins og Fortnite og virkar hann nánast eins og Minecraft.

Spilari þarf að komast af og þarf að taka niður tré og steina til þess að fá efnivið til þess að byggja skjól, þak yfir höfuðið. Á næturnar fara óvinirnir á stjá, köngulær og beinagrindur vafra um ásamt öðrum skrímslum.

Sumir kannast við þessa lýsingu en þetta gæti verið sama lýsing og á tölvuleiknum Minecraft. Epic Games, framleiðandi Fortnite, virðist nú vera að taka yfir tölvuleikjaheiminn og virðist markmið þeirra að búa til einn leik sem inniheldur marga af vinsælustu leikjum heims. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert