Sænski leikmaðurinn Ludvig „Brolla “ Brolin var kátinn fara frá rafíþróttaliðinu Ninjas in Pyjamas fyrr á þessu tímabili en hann var eitt sinn talinn mesta efni í tölvuleiknum Counter-Strike.
Vera hans hjá Ninjas in Pyjamas var þó ekki eins og hann vonaðist eftir og var hann því látinn á varamannabekkinn og leikur nú á BLAST Premier World Final stórmótinu sem varamaður fyrir MOUZ, sem í gær bar sigur úr býtum gegn sterku liði Cloud9 og hafði þar áður unnið Heroic á sama móti.
Aðspurður hvernig honum hafi liðið að spila með MOUZ. „Það er mjög gaman að spila með þessum strákum og þeir hafa verið mjög góðir að hjálpa mér að koma mér fyrir í liðinu, líka frábært að fá að keppa á stórmóti.“
Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir og hann hafi ekki náð að bæta sig nógu mikið vegna fjölda æfinga hjá Ninjas in Pyjamas.
„Ég tók mér tveggja mánaða pásu eftir Ninjas in Pyjamas settu mig á bekkinn en þar áður var ég mikið að hugsa um liðið, og bætti mig persónulega ekkert mikið á meðan. En núna er ég búinn að finna aftur hvernig ég vil spila leikinn. Hjá Ninjas in Pyjamas voru þetta bara æfingar, æfingar, æfingar.“
Hann segist ennþá geta orðið bestur í leiknum en það muni taka tíma. „Þetta var ekki mitt ár, en ég ætla að gera betur á næsta ári, ég get ennþá orðið bestur.“