Einungis viku eftir að Epic Games kynnti kappakstursleikinn Rocket Racing í tölvuleiknum sínum Fortnite hefur verið tekin ákvörðun að lækka verðið á bílunum í leiknum.
Rocket Racing er hannað í samstarfi við Rocket League, en Epic Games keypti Rocket League árið 2019.
Epic Games hefur nú lækkað verðið á venjulegum bílum úr 2500 „V-bucks“, sem er gjaldmiðillinn í Fortnite, niður í 1500 V-bucks. Verðlag dýrri bílanna lækkar einnig úr 4000 niður í 2500.
Breytingarnar eru gerðar vegna mótmæla spilara á verðlaginu og margir sem sögðu að bílarnir kostuðu of mikið og ætluðu að sniðganga þennan nýja leik. Þeir spilarar sem keyptu bílana á upprunalegu verðinu eiga von á að fá endurgreiðslu frá Epic Games.
U-turn ahead - We just fine-tuned our car prices! 🚗
— Fortnite (@FortniteGame) December 14, 2023
Diesel - 4,000 ➡️ 2,500 V-Bucks
Jager, Cyclone - 2,500 ➡️ 1,500 V-Bucks
New prices will show in the next hour. Players who purchased these bundles will be granted V-Bucks for the price difference within a week