Lækka verðið á bílunum viku seinna

Nýtt í Fortnite er leikurinn Rocket Racing.
Nýtt í Fortnite er leikurinn Rocket Racing. Skjáskot/Fortnite

Einungis viku eftir að Epic Games kynnti kappakstursleikinn Rocket Racing í tölvuleiknum sínum Fortnite hefur verið tekin ákvörðun að lækka verðið á bílunum í leiknum.

Rocket Racing er hannað í samstarfi við Rocket League, en Epic Games keypti Rocket League árið 2019.

Epic Games hefur nú lækkað verðið á venjulegum bílum úr 2500 „V-bucks“, sem er gjaldmiðillinn í Fortnite, niður í 1500 V-bucks. Verðlag dýrri bílanna lækkar einnig úr 4000 niður í 2500.

Breytingarnar eru gerðar vegna mótmæla spilara á verðlaginu og margir sem sögðu að bílarnir kostuðu of mikið og ætluðu að sniðganga þennan nýja leik. Þeir spilarar sem keyptu bílana á upprunalegu verðinu eiga von á að fá endurgreiðslu frá Epic Games.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert