Það hefur lítið sem ekkert klikkað hjá rafíþróttaliðinu Vitality en liðið er komið í undanúrslit stórmótsins BLAST Premier World Final í Counter-Strike.
Vitality endaði efst í A-riðli og töpuðu ekki einum leik í riðlakeppninni. Liðið fer beint í undanúrslit en í riðlakeppninni mætti Vitality bæði Natus Vincere og Cloud9, sem voru talin sigurstrangleg fyrir mót.
Í undanúrslitunum mætast annaðhvort Vitality og Natus Vincere á ný eða Vitality og G2. Undanúrslitin hefjast á laugardag en Vitality leikur klukkan 15.00.