Frá­bær enda­­sprettur hjá Veca gerði út af við Hött

Lið Veca kom, sá og sigraði Hött með góðum endaspretti …
Lið Veca kom, sá og sigraði Hött með góðum endaspretti í þriðja leik liðanna í umferðinni.

Þriðja um­­­ferð Ljós­­leiðara­­deild­ar­inn­ar í Coun­ter Stri­ke hófst í gær­kvöld með tveim­ur leikj­um þar sem Veca sigraði Hött 2-1 og Ár­mann lagði lið RAF­ÍK 2-0. Með sigr­in­um í gær komst Veca í annað sæti deild­ar­inn­ar en þegar þrír leik­ir eru eft­ir í um­ferðinni er Ár­mann í fyrsta sæti og Du­sty í því þriðja.

Tóm­as Jó­hanns­son og Jón Þór Her­manns­son lýstu viður­eign Veca og Hatt­ar í beinni út­send­ingu og voru í upp­hafi al­ger­lega á önd­verðum meiði þar sem Tóm­as spáði Veca sigri en Jón Þór veðjaði hik­laust á Hött.

Báðir töldu sig enn geta haft rétt fyr­ir sér þegar staðan var 1-1 fyr­ir þriðja og síðasta leik­inn en í hon­um átti Hött­ur hins veg­ar litla mögu­leika og lý­send­urn­ir voru sam­mála um að Veca hefði átt frá­bær­an leik í lokakafl­an­um. 

Jón Þór lýsti einnig yfir tals­verðum von­briðgum með Hött þar sem hann hafði bú­ist við miklu meira af liðinu.

Um­ferðinni lýk­ur annað kvöld, fimmtu­dag­inn 19. sept­em­ber, með þrem­ur leikj­um þar sem ÍA og Saga mæt­ast, Dusty og Kano ann­ars veg­ar og Ven­us og Þór hins veg­ar þar sem á bratt­ann verður að sækja hjá Ven­us á móti Þórsur­um sem hafa komið sterk­ir inn í upp­hafi móts.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert