Ár­­menningar tap­lausir á toppnum

Lið Ármanns hefur unnið fjórar viðureignir í fjórum umferðum og …
Lið Ármanns hefur unnið fjórar viðureignir í fjórum umferðum og tróna á toppi Ljósleiðaradeildarinnar.

Fjórða um­­­­­­­ferð Ljós­­­­leiðara­­­­deild­ar­inn­ar í Coun­ter Stri­ke hófst í gær­­­kvöld með tveim­ur leikj­um þar sem Hött­ur sigraði Ven­us 0:2 og Veca tapaði fyr­ir Ár­manni 0:2.

Tóm­as Jó­hanns­son og Jón Þór Her­manns­son lýstu viður­eign Ármanns og Veca í beinni út­send­ingu þar sem ekk­ert vantaði upp á spenn­una því Veca lét lið Ármanns held­ur bet­ur hafa fyr­ir sigr­um í báðum leikj­un­um.

Staðan í Ljós­leiðara­deild­inni þegar þrír leik­ir eru eft­ir er þannig að tap­laus­ir Ármenn­ing­ar eru komn­ir í 1. sætið, Dusty er í 2. sæti og Þór í því þriðja en Veca og Saga halda enn 4. og 5. sæti.

Stigatafl­an á þó lík­lega eft­ir að taka um­tals­verðum breyt­ing­um annað kvöld þegar um­ferðinni lýk­ur með þrem­ur leikj­um þar sem Dusty mæt­ir Rafik, ÍA og Þór tak­ast á og í beinni lýs­ingu Tóm­as­ar og Jóns Þórs eig­ast síðan við Kano og Saga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert