Mílu­­deildin er stærsta Val­orant-mótið frá upp­­hafi

Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri RÍSÍ, Ingvar Bjarnason frá Mílu, Mist Reyk­dal …
Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri RÍSÍ, Ingvar Bjarnason frá Mílu, Mist Reyk­dal Magnús­dóttir mótastjóri og Sonja Björk Frehsmann frá Mílu.

Á­hug­inn á Mílu­­deild­inni í Val­or­ant hef­ur aldrei verið meiri en nú þegar 50 kon­ur eru skráðar til leiks og átta lið tak­ast á í einu kvenna­­deild lands­ins í raf­­í­­þrótt­um.

„Mílu­deild­in í ár er stærsta Val­or­ant-mót sem hef­ur verið haldið á Íslandi hingað til og þetta geng­ur rosa­lega vel,“ seg­ir Daní­el Máni Óskars­son móta­stjóri um deild­ina sem kennd er við aðal­bak­hjarl­inn, Mílu.

Val­or­ant hef­ur fest sig í sessi sem einn vin­sæl­asti tölvu­leik­ur heims og Ísland er þar eng­in und­an­tekn­ing en mánaðarlega eru spil­ar­ar út um all­an heim á bil­inu 16 til 20 millj­ón­ir.

Móta­stjór­inn Mist Reyk­dal Magnús­dótt­ir seg­ir að þegar fjór­ar um­ferðir séu að baki sé ljóst að keppn­in fram und­an verði æsispenn­andi enda til mik­ils að vinna því verðlauna­féð nemi sam­an­lagt 1,5 millj­ón­um króna. Hún bend­ir á að slík­ar verðlauna­upp­hæðir séu sjald­séðar og ekki þurfi að hafa mörg orð um hversu já­kvætt þetta sé fyr­ir rafíþrótt­ir kvenna.

Valorant hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti tölvuleikur …
Val­or­ant hef­ur fest sig í sessi sem einn vin­sæl­asti tölvu­leik­ur heims og Ísland er þar eng­in und­an­tekn­ing.

Ingvar Bjarna­son, hjá Mílu, seg­ir sér­stak­lega ánægju­legt að fá þetta tæki­færi til að styðja við einu kvenna­deild­ina í rafíþrótt­um á Íslandi, enda hafi Míla sett sér metnaðarfull mark­mið um að gegna sam­fé­lags­legri ábyrgð í sam­ræmi við Heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna þar sem meðal ann­ars sé lögð áhersla á jafn­rétti kynj­anna.

SÞ leggja einnig í mark­miðum sín­um áherslu á heilsu og vellíðan og þar sé stuðning­ur við keppni í Val­or­ant einnig skemmti­leg­ur kost­ur því leik­ur­inn njóti ekki síst mik­illa vin­sælda hjá yngri spil­ur­um og áhersla Rafíþrótta­sam­bands Íslands á fé­lags­lega þátt­inn og hreyf­ingu í rafíþróttaiðkun barna og ung­linga stuðli ein­mitt einnig að auk­inni vellíðan og bættri lík­am­legri- og and­legri heilsu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert