Raf­ík inn­siglaði fyrsta sigurinn í deildinni

Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með sannfærandi sigri …
Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með sannfærandi sigri á Sögu í 5. umferð.

Fimmta um­­­­­­­­­­­­­ferð Ljós­­­­­­­leiðara­­­­­­­deildarinnar í Coun­ter Stri­ke hélt á­fram á fimmtu­dags­kvöld með tveimur leikjum þar sem Raf­ík sigraði Sögu 2:0 og Þór af­greiddi Kano, einnig 2:0.

Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign Rafík og Sögu í beinni og spenntust allir upp þegar Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með því að „jarðsetja“ Sögu í seinni leiknum þar sem lokatölur voru 13:7.

Þegar fjórir leikir eru að baki í umferðinni hafa litlar breytingar orðið á stigatöflunni síðan á þriðjudag. Dusty hefur þó vikið niður í 2. sæti fyrir Þór sem trónir á toppnum í augnablikinu og Rafík er komið í 7. sæti úr 9. eftir sögulegan sigur á Sögu í gær.

Þó ber að hafa í huga að Dusty og Veca eiga leik til góða því umferðinni lýkur ekki fyrr en annað kvöld, laugardaginn 5. október, með frestuðum leik liðanna.

Sjötta umferð hefst síðan með einum leik, þegar Dusty og Ármann mætast, þriðjudaginn 8. október. Umferðin klárast síðan á fimmtudeginum með leikjum ÍA og Hattar, Kano og Venus, Sögu og Veca og Rafík lendir síðan væntanlega í brattri brekku á móti Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka