Tölvuleikir eru stærsta áhugamál Íslendinga

Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri RÍSÍ, benti á að það skipulagða ungmennastarf …
Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri RÍSÍ, benti á að það skipulagða ungmennastarf sem Rafíþróttasambandið stendur fyrir út um allt land dragi úr hættunni á félagslegri einangrun og öðrum neikvæðum þáttum leikjaspilunar.

Stærsta áhugamál Íslendinga, tölvuleikir, voru til umræðu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og þar upplýsti Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands, meðal annars að um 73% stúlkna og 99% drengja á grunnskólaaldri spila tölvuleiki.

Jökull vísaði í nýlega Gallup könnun um tölvuleikjanotkun þar sem einnig kemur fram að rúmur helmingur fólks eldra en 45 ára spila tölvuleiki reglulega en tveir þriðju hlutar þeirra sem eru yngri en 45 ára. 

Hann tengdi þessi tölfræði síðan beint við líðandi stund og benti á að samkvæmt könnunninni stundi 239.000 kosningabæra Íslendingar rafíþróttir af einhverju tagi.

Jökull tók undir með Lilju Katrínu og þegar hún sagði börn og foreldra geta átt góðar samverustundir með því að setjast niður saman og spila tölvuleiki. Hann benti einnig á að skjátími og tölvunotkun væru eitthvað sem allir foreldrar ættu að láta sig varða, hvort sem börn þeirra spila tölvuleiki eða ekki. 

Mikilvægt ungmennastarf

Hann minnti síðan, í þessu sambandi, á mikilvægi þess skipulagða ungmennastarfs sem Rafíþróttasambandið stendur fyrir út um allt land og dragi úr hættunni á félagslegri einangrun og öðrum neikvæðum þáttum leikjaspilunar.

Hann sagði amrga til dæmis ekki vita að æskulýðsstarf Rafíþróttasambandsins er í raun byggt upp eins og í til dæmis fót- og handbolta þannig að miklu meira er í því fólgið en að sitja bara og spila í 90 mínútur. „Það er líkamleg hreyfing í 45 mínútur, síðan eru tækniæfingar og spilað í lokin.“  

Jökull minnti einnig á öflugt mótahald Rafíþróttasambandsins þar sem um 1000 manns keppa nú í fjórtán deildum. Þá sé yfirstandandi keppnistímabil í átta deildum í fullum gangi og Rafíþróttasambandið sendi beint út frá þeim öllum í viku hverri í sjónvarpi og á ýmsum veitum og samfélagsmiðlum, til dæmis Facebook, YouTube og Twitch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert