Fé­lags­­legi þátturinn vegur þungt á raf­­í­­þrótta­æfingum Fjölnis

Þórir Viðarsson, aðalþjálfari Fjölnis í rafíþróttum, segir gríðarlega fallegt að …
Þórir Viðarsson, aðalþjálfari Fjölnis í rafíþróttum, segir gríðarlega fallegt að sjá krakka kynnast í gegnum tölvuleiki. Ljósmynd/Viktor Birgisson

Ung­menna­fé­lagið Fjöln­ir varð 26. aðild­ar­fé­lagið að Raf­í­þrótta­sam­bandi Ís­lands í liðinni viku þegar stjórn sam­bands­ins sam­þykkti aðild­ar­um­sókn ný­stofnaðrar raf­í­þrótta­deild­ar Fjöln­is.

„Við vor­um að stofna rafíþrótta­deild Fjöln­is ásamt Next Level Gaming,“ seg­ir Þórir Viðars­son, aðalþjálf­ari Fjöln­is í rafíþrótt­um, (htt­ps://​fjoln­ir.is/​rafit­hrott­ir/) ​og bæt­ir við rafíþrótt­astarf fé­lags­ins sé nú þegar í full­um gangi og hafi í raun byrjað í sum­ar.

„Við vor­um með sum­ar­nám­skeið í Eg­ils­höll sem fór al­veg fram úr okk­ar björt­ustu áætl­un­um þegar um 200 krakk­ar mættu. Þetta var bara geggjað. Þau höfðu mik­inn áhuga og viðbrögðin hafa sýnt að við vor­um að gera eitt­hvað skemmti­legt,“ seg­ir Þórir.

„Þetta er nátt­úr­lega nýtt sport á Íslandi og fólk er ennþá bara að átta sig á því að þetta sé til og í boði fyr­ir krakka,“ held­ur Þórir áfram og seg­ir reynsl­una þegar hafa sýnt að mik­il eft­ir­spurn er eft­ir öfl­ugu rafíþrótt­a­starfi í fjöl­menni Grafar­vogs og ná­grenn­is.

Fal­leg sam­legðaráhrif

 „Grafar­vog­ur­inn er eitt fjöl­menn­asta hverfi lands­ins og þetta er nátt­úr­lega ekki bara fyr­ir Grafar­vog­inn held­ur líka fólkið í kring­um okk­ur.

Í Mos­fells­bæ eru til dæm­is eng­ar rafíþrótt­ir og þaðan geta þau nátt­úr­lega sótt þær hingað í Eg­ils­höll­ina sem er svo mik­ill miðpunkt­ur þegar kem­ur að svona íþróttaiðkun,“ seg­ir Þórir og bæt­ir aðspurður við að Eg­ils­höll­in verði að sjálf­sögðu heima­völl­ur Fjöln­is í rafíþrótt­um.

Hann seg­ist einnig þegar hafa orðið var við ákaf­lega fal­leg sam­legðaráhrif af stofn­un rafíþrótta­deil­ar­inn­ar í þeirri al­hliða íþróttamiðstöð sem Eg­ils­höll­in er.

„Okk­ur finnst al­veg frá­bært að hingað til okk­ar eru krakk­ar að koma á æf­ing­ar sem hafa kannski ekki fundið sig í öðrum íþrótt­um. Þau koma oft gang­andi eða með strætó eft­ir skóla með vin­um sín­um sem eru kannski að fara á æf­ingu í öðrum íþrótt­um hjá Fjölni og það er fal­legt að sjá síðan einn fara á rafíþróttaæf­ingu og ann­an á æf­ingu í fót­bolta, körfu­bolta eða ein­hverju þannig.“

Mark­viss­ar æf­ing­ar

Rafíþróttaþjálf­ar­arn­ir hjá Fjölni eru tveir og Þórir seg­ir þá báða hafa farið í gegn­um þjálf­ara­nám Rafíþrótta­sam­bands Íslands auk þess sem hann hafi einnig lokið námi hjá Esports Coaching Aca­demy.

Rafíþróttaæf­ing­arn­ar hefjast á sam­veru, spjalli og fræðslu um rafíþrótt­ir og ým­is­legt þeim tengt eins og til dæm­is mik­il­vægi góðs svefns og hvernig hægt er að verða enn betri spil­ari með því að kunna að læra af mis­tök­um. Þá er farið í ýmsa leiki aðra en tölvu­leiki og æf­ing­arn­ar byrja á teygj­um og æf­ing­um áður en farið er í tölv­una.

„Marg­ir for­eldr­ar halda að við hend­um bara krökk­un­um beint í tölv­ur og lát­um þau skjóta á hvort annað en þetta er svo langt frá því.

Æfing­arn­ar eru al­veg þaul­skipu­lagðar til þess að krakk­arn­ir fái sem mest út úr þeim og læri bara alls kon­ar leiðir til að bæta sig bæði í tölvu­leikj­um og líka, í raun og veru, bara í líf­inu.“

Áhersla á fé­lags­lega þátt­inn

Þórir legg­ur áherslu á að fé­lags­legi þátt­ur­inn sé í raun þunga­miðjan í rafíþróttaæf­ing­un­um og þjálf­ar­arn­ir leggi mikið upp úr því að krakk­arn­ir kynn­ist hvoru öðru og hópn­um því blandað sam­an þótt vin­ir fái auðvitað stund­um að spila sam­an.

„Við lát­um krakk­ana kynn­ast þannig að vin­ir fá ekki alltaf að spila sam­an og erum rosa­lega mikið að vinna með það að hérna erum við kom­in sam­an á æf­ingu og erum öll í sama liði.

Þau eiga þarna nátt­úr­lega sam­eig­in­legt áhuga­mál og það er al­veg magnað hversu oft ég hef séð krakka kynn­ast í gegn­um tölvu­leiki. Það er bara gríðarlega fal­legt þegar það ger­ist og ég þekki þetta bara af eig­in reynslu eft­ir að hafa kynnst mín­um bestu vin­um í gegn­um tölvu­leiki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka