OGV spólaði yfir Þór í Rocket Leagu­e

OGV styrkti stöðu sína á toppi GR Verk Deildarinnar í …
OGV styrkti stöðu sína á toppi GR Verk Deildarinnar í Rocket Leagu­e með sigri á Þór í 5. umferð. Ljósmynd/RSÍ

Toppbaráttuleik OGV og Þórs í fimmtu um­­­­­ferð GR Verk Deildarinnar í Rocket Leagu­e lauk með 3-1 sigri OVG sem heldur efsta sætinu með 10 stigum á móti 8 stigum Þórs.

Þá bar einnig til tíðinda að Rafík vann sinn annan sigur í röð í deildinni. Nú gegn Dusty 3-1 en Keflvíkingarnir unnu sinn fyrsta leik á mótinu, gegn Quick, og virðast með honum hafa fengið þá andlegu innspýtingu sem liðið vantaði sárlega.

Quick mátti síðan lúta í lægra haldi fyrir 354 og situr enn á botni deildarinnar með 0 stig.

Úrslit leikja í 5. umferð:

Þór – OGV      1:3

Dusty  Rafik  1:3

354  Quick    3:1

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka