Saga lagði Du­sty ó­vænt að velli

Saga kom sterk inn úr óvæntri átt og lagði topplið …
Saga kom sterk inn úr óvæntri átt og lagði topplið Dusty að velli í 8. umferð.

8 umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst á þriðjudagskvöld með þremur leikjum þar sem mest kom á óvart að lið Sögu lagði topplið Dusty að velli 2:0.

Tómas Jóhannsson og Einar Ragnars­son voru á sínum stað í myndveri og lýstu viðureign Dusty og Sögu í beinni útsendingu og gátu ekki leynt því hversu nokkuð öruggur sigur Sögu á toppliði Dusty kom þeim á óvart.

Hinir leikirnir tveir fóru síðan þannig að Kano sigraði Hött 2:1 og Veca afgreiddi Venus 2:0.

Umferðinni, sem er sú næst síðasta, áður en útsláttarkeppnin hefst, lýkur á fimmtudagskvöld með leikjum Rafík og ÍA og Þórs og Ármanns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert