Lið OGV leiðir enn í Rocket Leagu­e

OGV er enn á toppi deildarinnar eftir fyrstu umferðina á …
OGV er enn á toppi deildarinnar eftir fyrstu umferðina á síðari hluta keppnistímabilsins. Grafík/Psyonix

Topplið OGV afgreiddi botnlið Quick 3:1 í 6. umferð  GR Verk Deildarinnar í Rocket League í gærkvöld og er nú með 12 stig í 1. sætinu.

Hressir Þórsarar sigruðu Rafík örugglega 3:0 og eru sem fyrr á hælum OGV með tíu stig í 2. sæti, fjórum stigum á undan Dusty sem eltir í 3. sætinu.

Úrslit 6. umferðar:

Quick 1:3 OGV   

Dusty 3:2 354

Rafik 0:3 Þór

Keppninn í Rocket League heldur áfram miðvikudaginn 30. október þegar Dusty mætir OGV í 7. umferð. 354 keppa við Rafík og Quick þarf að sækja á brattann af botninum gegn Þórsurum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka