Danskt ofur­efli í Jön­köping

Íslenska kvennalandsliðið í Counter Strike átti fyrirfram von á að …
Íslenska kvennalandsliðið í Counter Strike átti fyrirfram von á að danska liðið yrði þeim erfitt viðureignar og það gekk eftir.

Á brattann var að sækja hjá íslenska kvennalandsliðinu í Conter Strike þegar okkar konur mættu þrautreyndu danska landsliðinu í fyrsta leik sínum á Nordic Championship í Jönköping í dag.

Norðurlandameistaramót kvenna í Counter Strike hófst í dag með leik íslenska landsliðsins við það danska og skemmst frá því að segja að þær dönsku tóku íslenskar frænkur sínar engum vettlingatökum og lögðu þær 2:0.

Keppnisreynsla danska liðsins er umtalsvert meiri en þess íslenska en fyrirliðinn Árveig Lilja Bjarnadóttir og Jasmin Joan Rosento kepptu á mótinu í fyrra en Guðríður Harpa Elmarsdóttir, Sunna Karítas Rúnarsdóttir og Rósa Björk Einarsdóttir eru að þreyta frumraun sína á Nordic Championship.

Danska liðið hafði þrjú stig af því íslenska í fyrsta …
Danska liðið hafði þrjú stig af því íslenska í fyrsta leiknum á Nordic Championship í dag.

Árveig Lilja sagði fyrir leikinn að það væri alltaf gott að taka þátt í mótum sem þessu og íslenska liðið væri ekkert að velta sér of mikið upp úr því að hafa lent í neðsta sætinu á síðasta ári. Þær væru þó einnig vel meðvitaðar um að danska og finnska liðið yrðu sérstaklega skeinuhættir andstæðingar.

Danska liðið er því komið með 3 stig en það íslenska fer stiglaust inn í morgundaginn þar sem stelpnanna okkar bíða tveir leikir; sá fyrri gegn Svíþjóð en sá síðari gegn finnska liðinu sem hefur titil að verja og er mætt ljóngrimmt til leiks.

Hægt er að fylgjast með leikjum íslenska kvennalandsliðsins á Nordic Championship í beinu streymi á ýmsum veitum Rafíþróttasambands Íslands sem finna má hér.

Íslenska liðið mætir því sænska og finnska á laugardeginum.
Íslenska liðið mætir því sænska og finnska á laugardeginum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert