Þór eltir OGV á toppnum

OGV og Þór eru stungin af í Rocket League þegar …
OGV og Þór eru stungin af í Rocket League þegar þrjár umferðir eru eftir af GR Verk Deildinni. Skjáskot/RocketLeague

Þegar farið er að síga á seinni hluta GR Verk Deild­ar­inn­ar í Rocket League eru lið OGV og Þórs nán­ast stung­in af í topp­bar­átt­unni þar sem OGV leiðir með 14 stig á móti 12 stig­um Þórsara.

Sjö­unda um­ferð GR Verk Deild­ar­inn­ar í Rocket League fór fram á miðviku­dags­kvöld þegar OGV sigraði Dusty 3:1, Rafík tapaði 0:3 fyr­ir 354 og Þór vann Quick 3:1.

Þegar þrjár um­ferðir eru eft­ir er OGV komið í nokkuð þægi­lega stöðu í efsta sæt­inu og Þórsar­ar þeir einu sem eru lík­leg­ir til þess að geta veitt liðinu raun­veru­lega bar­áttu um topp­sætið. 

Bæði liðin mega því vart stíga feil­spor það sem eft­ir er af mót­inu og þurfa að sanka að sér stig­um. Gangi það eft­ir stefn­ir í hrein­an úr­slita­leik milli þeirra í lokaum­ferðinni.

Næsta um­ferð fer fram eft­ir viku, 6. nóv­em­ber, þegar OGV og Rafík, Dusty og Quick og 354 og Þór mæt­ast á vell­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert