Öflugir FH-ingar sigruðu í Fortni­te

Þorlákur Gottskálk var tvöfaldur sigurvegari í Fortnite á mótinu. Í …
Þorlákur Gottskálk var tvöfaldur sigurvegari í Fortnite á mótinu. Í einliðaleik og aftur með Brimi Leó í tvíliðaleik. Þeim félögum leiddist síðan ekkert að taka við verðlaununum úr hendi barnamálaráðherra. Ljósmynd/Atli Már

„Ég er ótrú­lega ánægður og bara gæti ekki verið stolt­ari af þeim,“ seg­ir þjálf­ari FH-ing­anna Þor­láks Gott­skálks Guðfinns­son­ar og Brim­is Leós Bjarna­son­ar sem sigruðu yngri flokk í tvíliðal­eik í Fortnite á ung­menna­móti RÍSÍ um helg­ina.

Fyrri hluti haust­móts Rafíþrótta­sam­bands Íslands fór fram í Next Level Gaming í Eg­ils­höll um helg­ina en þá kepptu krakk­ar í yngri flokki, 8-12 ára, í tölvu­leikj­un­um vin­sælu Fortnite og Roblox. 

Segja má að fjörið hafi náð há­marki á sunnu­deg­in­um þegar Fortnite átti sviðið og keppt var til úr­slita bæði í ein- og tvíliðal­eik en þegar upp var staðið urðu kát­ir kepp­end­ur frá Breiðabliki og FH áber­andi á verðlaunap­all­in­um.

Sig­ur­sæl­ir FH-ing­ar

FH-ing­ur­inn Þor­lák­ur Gott­skálk Guðfinns­son stóð uppi sem sig­ur­veg­ari bæði í einliðal­eik og tvíliðal­eik, ásamt fé­laga sín­um Brimi Leó Bjarna­syni.

Þorlákur Gottskálk og Brimir Leó fögnuðu hressilega við góðar undirtektir …
Þor­lák­ur Gott­skálk og Brim­ir Leó fögnuðu hressi­lega við góðar und­ir­tekt­ir keppi­naut­anna og Ásmund­ar Ein­ars sem klappaði kepp­end­um lof í lófa eft­ir að hafa verðlaunað þá fyr­ir ár­ang­ur­inn.

Rafíþrót­takapp­arn­ir ungu voru að von­um kát­ir eft­ir verðlauna­af­hend­ing­una og þegar þeir voru spurðir hvernig þeim fannst að taka við verðlaun­um úr hendi Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar barna­málaráðherra var svarið stutt og laggott: „Það var bara gam­an.“ 

Alltaf gam­an

Þor­lák­ur og Brim­ir sögðust að sjálf­sögðu vera mjög ánægðir með úr­slit­in en viður­kenndu með sem­ingi að helstu keppi­naut­arn­ir úr Breiðabliki hafi verið hættu­leg­ir. Þetta hafi því verið „smá erfitt“ og stund­um staðið tæpt.

Sigurvegararnir í tvíliðaleik á ungmennamótinu í september, Blikarnir Fil­ip Kosta …
Sig­ur­veg­ar­arn­ir í tvíliðal­eik á ung­menna­mót­inu í sept­em­ber, Blikarn­ir Fil­ip Kosta og Tóm­as Hrafn, veittu FH-ing­un­um verðuga sam­keppni. Ljós­mynd/​Atli Már

Þor­lák­ur Gott­skálk tek­ur keppn­is­grein sína mjög al­var­lega og seg­ist bara spila Fortnite og láta aðra leiki al­veg eiga sig. Fé­lag­arn­ir sögðu síðan að næst á dag­skrá hjá þeim væri fyrst og fremst bara að halda áfram að vinna á mót­um og bættu við ein­um rómi að það væri alltaf mjög gam­an að keppa.

Úrslit í einliðal­eik Fortnite:

1 Þor­lák­ur Gott­skálk Guðfinns­son (FH) 149 stig

2 Fil­ip Kosta (Breiðablik) 84 stig

3 Brim­ir Leó Bjarna­son (FH) 75 stig

Setið var við allar tölvur í Egilshöllinni og einbeitingin leyndi …
Setið var við all­ar tölv­ur í Eg­ils­höll­inni og ein­beit­ing­in leyndi sér hvergi. Ljós­mynd/​Atli Már

Úrslit í tvíliðal­eik Fortnite:

1 Þor­lák­ur Gott­skálk Guðfinns­son og Brim­ir Leó Bjarna­son (FH) 139 stig

2  Fil­ip Kosta og Tóm­as Hrafn Gunn­ars­son (Breiðablik) 133 stig

3 Bene­dikt Nóel Bene­dikts­son og Al­ex­and­er Orri Ei­ríks­son (Fylk­ir) 84 stig

„Ég er ótrú­lega ánægður með þessa stráka og bara gæti ekki verið stolt­ari af þeim þegar ég sé þá blómstra svona,“ seg­ir Pat­rek­ur Gunn­laugs­son, þjálf­ari Þor­láks og Brim­is, hæst­ánægður með sína menn. 

„Ég byrjaði í þessu starfi í janú­ar og þeir eru bara bún­ir að breyt­ast þrosk­ast ekk­ert eðli­lega mikið og spila gríðarlega vel sam­an. Þeir eru áhuga­sam­ir og mæta alltaf á æf­ing­ar en hafa fyrst og fremst gam­an að þessu.“

Patrekur Gunnlaugsson hafði í mörg horn að líta um helgina …
Pat­rek­ur Gunn­laugs­son hafði í mörg horn að líta um helg­ina en hann er yfirþjálf­ari hjá bæði FH og Fylgi og gat því gengið af velli stolt­ur og glaður. Ljós­mynd/​Atli Már

Pat­rek­ur hafði í nógu að snú­ast á mót­inu því hann er yfirþjálf­ari í rafíþrótt­um hjá bæði FH og Fylki. Hann seg­ir í störf­um sín­um finna vel fyr­ir því hversu áhug­inn á rafíþrótt­um er stöðugt að aukast. „Þetta fer bara stækk­andi og nú eru komn­ir biðlist­ar hjá mér og ég þarf bara að fara að ráða fleiri þjálf­ara því ég hef ekki fleiri tíma í sól­ar­hringn­um.“

Pat­rek­ur bæt­ir við að rafíþrótt­a­starfið sé ekki síður gef­andi fyr­ir þjálf­ar­ann en krakk­ana og hann gæti ekki hugsað sér neitt sem hann vildi frek­ar gera. „Þetta er al­veg það sem mig lang­ar að gera. Ég er sjálf­ur bú­inn að vera að keppa í Coun­ter Strike í mörg ár en lærði að þjálfa leiki eins og Fortnite hjá Esports Coaching Aca­demy.“ 

Ljós­mynd/​Atli Már

Ung­menna­mótið held­ur áfram í Eg­ils­höll 9.-10. nóv­em­ber þegar eldri flokk­ur, 13-16 ára, tek­ur sviðið og kepp­ir meðal ann­ars í Val­or­ant og Fortnite. Um 140 krakk­ar hafa skráð sig til leiks á mót­inu. 70 kepptu um helg­ina í yngri flokk­um og bú­ist er við sama fjölda hjá þeim eldri um næstu helgi.

Um 70 krakkar frá 8 til 12 ára fylltu Next …
Um 70 krakk­ar frá 8 til 12 ára fylltu Next Level Gaming í Eg­ils­höll um helg­ina og voru sjálf­um sér og liðum sín­um til mik­ils sóma. Ljós­mynd/​Atli Már
Samspil hugar og handa var í góðum takti þegar músunum …
Sam­spil hug­ar og handa var í góðum takti þegar mús­un­um var beitt af ná­kvæmni skurðlækn­is­ins. Ljós­mynd/​Atli Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert